UM LITRÓF
Árið 2018 fagnaði prentsmiðjan Litróf hvorki meira
né minna en 75 ára starfsafmæli sínu.
Fyrirtækið þjónustar og vinnur prentefni fyrir
öflugustu fyrirtæki landsins.
Litróf er umhverfisvottuð (svansvottuð) prentsmiðja.
Litróf hefur hlotið nafnbótina framúrskarandi
fyrirtæki síðastliðin 4 ár.
Starfsfólk leggur metnað sinn í að skila sem
bestri vinnu á sem skemmstum tíma og talar
þar sívaxandi fjöldi ánægðra viðaskiptavina sínu máli.
Þess má geta að fyrirtækið hefur hlotið viðurkenningu frá framleiðanda Munken pappírs fyrir
framúrskarandi prentgæði.
SVANURINN
Litróf er umhverfisvottuð (svansvottuð) prentsmiðja.
Hvað gerir prentsmiðja til að fá Svaninn?
Hún notar nýjar og samþykktar tegundir af jurtaolíuprentlitum.
Hún notar umhverfisvottaðan pappír í stórum hluta framleiðslunar, sem er vænn við náttúruna og kemur úr sjálfbærum skógum.
Hún bætir nýtingu á öllum stigum framleiðslunnar (t.d. í prentlitum, hreinsiefnum og pappír) til að minnka úrgang og mengun.
Hún fylgir stöðlum um umhverfisvernd í gegnum allt vinnsluferlið til að framleiðslan hafi lágmarksáhrif á umhverfi og heilsu.
Hún flokkar og endurvinnur, mjög nákvæmlega, allan afgangspappír og allan úrgang til endurvinnslu og eyðingar.
Hún heldur nákvæma skráningu á öllu sem fer í gegnum framleiðsluna og gefur skýrslu til Umhverfisstofnunar ár hvert.
Fyrir umhverfið – ekki fyrir gróðann
HVAÐ GETUM VIÐ GERT FYRIR ÞIG?
Litróf vinnur með þrjár Heidelberg Speedmaster fjöllita vélar af nýjustu gerð ásamt vélum fyrir smáprent, eyðublaðaprentun, stönsun, möppugerð o.fl. Einnig eru tveir Canon plotterprentarar sem prenta allt að 1 metra
á breidd og tengt því er vél til plöstunar sömu stærðar. Auk þess höfum við tæki til stafrænnar
prentunar og er allur tölvubúnaður til forvinnslu af fullkomnustu gerð.
EINSTAKLINGAR
Nafnspjöld, bréfsefni, persónumerkingar, dagatöl, dagbækur og margt margt fleira.
Ef þú vilt prenta ljósmyndir á vandaðan ljósmyndapappír þá erum við með hágæða Canon ljósmyndaprentara sem prentar allt
að 1 metra að breidd.
FYRIRTÆKI
Nafnspjöld, bréfsefni, möppur, skrifblokkir, dagbækur, dagatöl, ársskýrslur, greiðsluseðlar, reikningar, reikningsyfirlit, úttektarbeiðnir, staðgreiðslunótur, kvittanir og svo margt fleira
BÆKUR/BÆKLINGAR/TÍMARIT
Við prentum fjöldan allan af bókum, tímaritum og bæklingum. Við sjáum um allt umbrot og uppsetningu á prentgripum og aðstoðum viðskiptavini við skil á verkefnum eftir þörfum.
BOÐSKORT
BRÚÐKAUP/FERMINGAR
AFMÆLI/VEISLUR
Hvert sem tilefnið er þá er boðskortið ekki síður mikilvægt. Við mætum þínum óskum ef um sérstaka uppsetningu er að ræða en einnig erum við með ljósmyndastúdíó innanhúss svo möguleikarnir eru óteljandi.
DAGATÖL/DAGBÆKUR
SKRIFBLOKKIR
Í nútíma samfélagi er mikilvægt að hafa skipulag og góða yfirsýn á hlutunum, þess vegna prentum við dagatöl, dagbækur
og skrifblokkir bæði fyrir einstaklinga
sem og fyrirtæki.
VIÐBURÐIR
TÓNLEIKAR/SÝNINGAR
FYRIRLESTRAR
Plaköt, dreifispjöld (flyers), bæklingar, möppur og aðgöngumiðar er nauðsynlegt að hafa til staðar þegar gera skal viðburðinn áhugaverðan og faglegan.
VÖRUPAKKNINGAR
Við bjóðum upp á mikið úrval af hágæðapappír í ýmsum stærðum og gerðum. Val á pappír er oft lykilatriði til að ná fram bestu útkomu prentverka.
ÚTSKRIFTARVERKEFNI
Litróf hefur um árabil stutt við bakið á útskriftarnemum við gerð lokaverkefna sinna og höfum við reynt að mæta þörfum og kröfum hvers og eins líkt og best
verður á kosið.
JÓLAKORT
Við hjá Litrófi klárum jólakortamyndatökuna frá A-Ö. Fyrst pantar þú tíma í myndatöku hjá okkur, velur pappír, stærð o.þ.h. og við sjáum svo um uppsetningu og prentun. Fljótlegt, einfalt og allt á einum stað!
PRENTVERK EFTIR OKKUR - ÚTGEFIÐ EFNI
NÝTT HOFSÁ & SUNNUDALSÁ
Nýjasta viðbótin 2019 er Hofsá, ein þekktasta laxveiðiá landsins og hliðará hennar Sunnudalsá sem einnig er góð laxveiðiá. Hofsá á sér óvenjulega sögu sem laxveiðiá, en á sjötta áratug síðustu aldar hófu breskir veiðimenn að venja komur sínar í Hofsárdal og bundust þeir ánni og sveitinni sterkum böndum.
SELÁ Í VOPNAFIRÐI
Selá í Vopnafirði kom út 2017. Bókin er hin veglegasta en þar er að finna ítarlega veiðistaðalýsingu, veiðikort
og loftmyndir. Að auki eru
fjölmargar frásagnir,
veiðisögur, viðtöl og ýmis
konar hugleiðingar um ána
og nærumhverfið.
ÞVERÁ/KJARRÁ & LITLA ÞVERÁ
Þrjár veiðiperlur saman í einni bók. Í fyrsta sinn er fjallað um Þverá, Kjarrá og Litlu Þverá í Borgarfirði sem eina heild. Ómissandi viðbót í flokknum um veiði. Fjöldi ljósmynda sem varpa ljósi á stórkostlegt umhverfi Borgarfjarðar ásamt kortum af veiðisvæðinu.
GRÍMSÁ & TUNGUÁ
Ein glæsilegasta bók síðari
ára um veiðiár Íslands og því sannkölluð óskabók allra veiðimanna, hvort sem þeir
eru þaulreyndir eða að feta
sín fyrstu spor í veiðikúnstinni. Gullfallegar myndir Einars Fals glæða bókina enn frekara lífi.
LANGÁ Á MÝRUM
Önnur bókin í ritröð um
íslenskar laxveiðiár. Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson lýsir
veiðistöðum af þekkingu og
kryddar lýsingar sínar sögnum
af skemmtilegum mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessari á í gegnum tíðina.
LAXÁ Í KJÓS & BUGÐA
Fyrsta bók sem gefin er út í ritröð um íslenskar laxveiðiár og jafnframt fyrsta bók sem gefin er út um þessar ár saman
sem eru eitt af gjöfulli laxveiðisvæðum landsins. Í þessari bók tekur Guðmundur Guðjónsson blaðamaður
og ritstjóri saman
fjölbreytt efni um árnar.
SKOTVEIÐI Í MÁLI & MYNDUM
Veiðifólk segir sögur og miðlar þekkingu og reynslu sinni. Bókin er myndskreytt af Pétri Alan Guðmundssyni, Stefáni Þórarinssyni og Dúa Landmark. Hér er rætt við nokkra af fremstu skotveiðimönnum og konum landsins.
SKOTVEIÐI Í MÁLI & MYNDUM 2
Efni þessara bókar er keimlíkt því sem fyrri bókin hefur að geyma. Veiðifólk segir sögur
og miðlar þekkingu og
reynslu sinni. Bók fyrir allt skotveiðiáhugafólk og enn fremur fyrir þá sem eru að
stíga sín fyrstu skref í skotveiði.
HAFÐU SAMBAND
Ef þig vantar ráðgjöf varðandi prentun hafðu þá samband við sérfræðinga okkar
í síma 563 6000 eða sendu tölvupóst á
Í LJÓSI AÐSTÆÐNA
ER ÞÖRF Á SAMÞJÖPPUN
Á PRENTMARKAÐI.
VIÐ BYRJUM NÝTT ÁR
MEÐ SAMEININGU LITRÓFS, GUÐJÓNÓ OG PRENTTÆKNI.
Bókavirkið bókbandsstofa er einnig hluti af þessari sameiningu og því verðum við sterk í bókagerð, stafrænni- og almennri prentun og öllu sem viðskiptalífið og einstaklingar þarfnast.
Reykjavík Letterpress
verður einnig í sama húsnæði, í Vatnagörðum 14.
FÓLKIÐ OKKAR
Framkvæmdastjóri - Konráð Ingi Jónsson
563 6002 / 893 1195 -
Prentsmiðjustjóri - Erlingur Þórsson
563 6009 / 897 6848 -
Sölu- og Markaðsmál - Ólafur Stolzenwald
563 6007 / 897 2166 -
Prentráðgjöf / tilboðsgerð - Þórhallur Jóhannesson
563 6008 / 899 3919 -
Prentráðgjöf / tilboðsgerð - Theodór M. Sigurjónsson
563 6004 / 897 6365 -
Prentráðgjöf/ tilboðsgerð - Margrét Gunnarsdóttir
563 6012 / 899 2330 -
Stafræn vinnsla / forvinnsla
Prentsmiður - Lárus Valberg 563 6006 / 894 1140 -
Prentsmiður - Ingvi Magnússon 563 6011 -
Prentsmiður - Gunnar Már Gíslason 563 6003 -
Prentsmiður - Guðmundur Ásmundsson 563 6001 -
Prentsmiður - Reynir Smári Reynisson 563 6015 -
Prentsmiður - Jóhann Kristinsson 563 6005 -
Prentun
Prentari - Helgi Edvard Jónsson
Prentari - Konráð Þorsteinsson
Prentari - Þórður Sveinsson
Skurður / frágangur / Bókband
Bókbindari - Egill Pétursson
Bókbindari - Jón Emil Þorsteinsson
Frágangur - Þorsteinn Helgason
Bókavirkið - Ásgeir Guðmundsson
568 1585 / 663 2585 -
Hæðaprent / stönsun
Prentari - Hörður Hallgrímsson
Skrifstofa
Fjármál - Elín Másdóttir 563 6000 -
Bókhald - Ólafur Stefán Sigurjónsson 563 6010 -